top of page

Sif Bachmann hefur tekið þátt í fjöldamörgum dansverkefnum bæði í sjónvarpi og á sviði og hefur sjálf samið nokkur dansverk fyrir leikhús, þar á meðal fyrir söngleikinn Gilitrutt sem Leikhópurinn Lotta setti upp í annað skipti sumarið 2023.

 

Sif hefur æft dans frá 7 ára aldri, allt frá klassískum ballet hjá Balletskóla Guðbjargar Björgvins, jazz og modern hjá Jazzballetskóla Báru og commercial hjá Dansskóla Birnu Björns, en þar hefur hún einnig verið danskennari frá árinu 2008. Sif starfar ekki eingöngu sem danshöfundur heldur einnig sem sálfræðingur, förðunarfræðingur, viðburðarstjóri, eiginkona og tveggja barna móðir.

SIF.jpg

SIF BACHMANN

bottom of page