top of page

Berglind Ýr er litla systir Andreu og útskrifaðist hún með BA gráðu í listdansi frá Listháskóla Íslands árið 2013 og var hún í starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum í eina önn. Eftir það hefur hún tekið að sér að semja dansverk fyrir hin ýmsu verkefni og var meðal annars danshöfundur fyrir söngleikinn Litaland sem Leikhópurinn Lotta setti upp sumarið 2016 og Ljóta andarungann árið 2017.

 

Berglind stundaði fimleika frá 3ja ára aldri og færði sig þaðan yfir í jazzballett og svo nútímadans hjá Listdansskóla Íslands en hún útskrifaðist þaðan árið 2008. Hún hefur tekið þátt í fjölda verkefna á sviði og í sjónvarpi auk þess sem hún vann danskeppnina Dans dans dans árið 2011. Berglind byggði upp nútímadansdeild hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar og kenndi þar í fjögur ár. Hún er einnig útskrifaður jógakennari og stundar nú sálfræðinám við Háskóla Íslands.

BERGLIND ÝR KARLSDÓTTIR

bottom of page