top of page

Bjössi var fyrst með í Lottu sumarið 2008 þegar við sýndum Galdrakarlinn í Oz og hefur verið með í öllum sýningum síðan þá að frátaldri Mjallhvíti sumarið 2011. Hans aðalhlutverk hefur verið að spila á  píanó og önnur hljóðfæri en eftir því sem leikritunum hefur fjölgað hefur hann í auknum mæli tekið að sér ýmis leikhlutverk eins og til dæmis Sögumann og Franska kokk í Stígvélaðakettinum, Búkollu í Gilitrutt og Litlu gulu hænunni, Tóka munk í Hróa Hetti og Hjört og Mar í Litalandi. Hann hefur líka lagt sitt af mörkum til tónlistarinnar í leikritum Lottu og samið allmörg lög fyrir þau.

 

Bjössi hefur brugðið sér í hlutverk Langleggs bróður Skjóðu í jólaundirbúningnum síðustu tvö jól. Hann hefur líka unnið mikið við talsetningar á erlendum bíómyndum bæði sem söngvari og leikari og þýddi t.d. alla söngtexta í bæði Frozen og Vaiana. Stærsta leikhlutverk hans á þeim vettvangi er án efa mörgæsin Skipper í Madagascar myndunum. Bjössi hefur undanfarin ár unnið sem tónlistarstjóri við uppsetningu Hagaskóla á söngleikjunum Hairspray, Lion King, Mamma Mía og Óliver.

Uppáhaldspersóna Bjössa er Búkolla, uppáhaldsleikritið er Hrói Höttur en hann á ekki neitt uppáhaldslag nema ef vera skyldi þau öll!

BJÖRN THORARENSEN

bottom of page