Bjössi var fyrst með í Lottu sumarið 2008 þegar við sýndum Galdrakarlinn í Oz og hefur verið með í öllum sýningum síðan þá að frátaldri Mjallhvíti sumarið 2011. Hans aðalhlutverk hefur verið að spila á  píanó og önnur hljóðfæri en eftir því sem leikritunum hefur fjölgað hefur hann í auknum mæli tekið að sér ýmis leikhlutverk eins og til dæmis Sögumann og Franska kokk í Stígvélaðakettinum, Búkollu í Gilitrutt og Litlu gulu hænunni, Tóka munk í Hróa Hetti og Hjört og Mar í Litalandi. Hann hefur líka lagt sitt af mörkum til tónlistarinnar í leikritum Lottu og samið allmörg lög fyrir þau.

 

Bjössi hefur brugðið sér í hlutverk Langleggs bróður Skjóðu í jólaundirbúningnum síðustu tvö jól. Hann hefur líka unnið mikið við talsetningar á erlendum bíómyndum bæði sem söngvari og leikari og þýddi t.d. alla söngtexta í bæði Frozen og Vaiana. Stærsta leikhlutverk hans á þeim vettvangi er án efa mörgæsin Skipper í Madagascar myndunum. Bjössi hefur undanfarin ár unnið sem tónlistarstjóri við uppsetningu Hagaskóla á söngleikjunum Hairspray, Lion King, Mamma Mía og Óliver.

Uppáhaldspersóna Bjössa er Búkolla, uppáhaldsleikritið er Hrói Höttur en hann á ekki neitt uppáhaldslag nema ef vera skyldi þau öll!

BJÖRN THORARENSEN

ANNA BEGGA
BALDUR
RÓSA
STEINI
ALDÍS
ANDREA
ARNAR
ÁRMANN
BELLA
BERGLIND
BIBBI
BJÖSSI
DILLA
GUÐRÚN
GUNNAR BEN
GUMMI
HELGA
KRISTÍNA
HULD
NANNA
STEBBI
SUMARLIÐI
SÆVAR
VIGGI
ÞÓRÐUR GUNNAR
ÞÓRUNN
Show More