Rósa hefur leikið með Leikhópnum Lottu frá því 2008 þegar hún datt óvænt inn í hlutverk Dórotheu í verkinu um Galdrakarlinn í Oz. 2017 er þó breyting á þar sem hún ákvað að taka sér leyfi vegna náms. Hún sagði þó ekki alveg skilið við hópinn það árið þar sem hún samdi helmingin af tónlistinni við verkið og ljáði kiðlingi rödd sína á geisladisknum um Ljóta andarungann með mikilli ánægju.

 

Rósa byrjaði að fikta við lagasmíðar þegar hún samdi lag fyrir Mjallhvíti árið 2011. Síðan þá hefur hún samið fjölda laga sem meðal annars hafa ratað inn á vinsældalista rásar tvö. Hún elskar líka að baka og bakaði brauð með bros á vör fyrir sýningarnar á Litlu gulu Hænunni. Hún á það til að draga fram saumavélarnar við ótrúlegustu aðstæður og sauma það sem henni dettur í hug en hún saumaði meðal annars búningana fyrir uppsetningu leikhópsins Lottu á Rauðhettu, Hans klaufa og helmingin af búningunum fyrir Mjallhvíti. 

Rósa útskrifaðist af hönnun og textílbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og síðar úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands. Í dag stundar Rósa tónlistarnám við Listaháskóla Íslands. 

RÓSA ÁSGEIRSDÓTTIR