top of page

Rósa hefur leikið með Leikhópnum Lottu frá því 2008 þegar hún datt óvænt inn í hlutverk Dórotheu í verkinu um Galdrakarlinn í Oz. Árið 2017 tók Rósa sér leyfi í fyrsta skipti frá leik í sumarsýningum vegna tónsmíðanáms í LHÍ en hefur þó alltaf tekið þátt að einhverju leiti. Hún samti t.a.m helminginn af tónlistinni fyrir Ljóta andarungann sem sett var upp það ár og ljáði kiðlingi rödd sína á plötunni sama ár. Í dag leikur Rósa með hópnum ásamt því að semja lög fyrir sýningar.

 

Rósa byrjaði lottuferðalagið sitt á að leika með hópnum en fór svo að fikta við lagasmíðar þegar hún samdi lag fyrir Mjallhvíti árið 2011. Síðan þá hefur hún samið fjölda laga við ýmis tilefni sem meðal annars hafa ratað inn á vinsældalista ríkisútvarpsins.
Búningasaumur hefur líka alltaf verið ofarlega á áhugasviðinu, en hún saumaði meðal annars búningana fyrir uppsetningu leikhópsins Lottu á Rauðhettu 2009, Hans klaufa 2010, helmingin af búningunum fyrir Mjallhvíti 2011, Galdrakarlinn í Oz 2018 og Rauðhettu 2019.

Rósa útskrifaðist af hönnun og textílbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og síðar úr leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands.

Árið 2020 kláraði Rósa svo tónsmíðar frá Listaháskóla Íslands.
Í dag starfar Rósa aðallega við leiklist, tónsmíðar og búningasaum hjá Lottunni og öðrum sjálfstæðum leikhópnum.
Heimasíða Rósu: www.rosaasgeirsdottir.com

2E83E360-AD1E-455C-A821-82549C296F91.jpg

RÓSA ÁSGEIRSDÓTTIR

bottom of page