top of page

Dilla fæddist á Akureyri og bjó þar til ársins 2004 er hún flutti til Reykjavíkur. Hún hefur starfað við ýmisleg um dagana s.s umönnun fatlaðra,barþjónn, bóndi,passað börn, skúrað, afgreitt í búð, unnið á kaffihúsi en nú starfar hún sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla.


Dilla byrjaði að leika með félögum í Freyvangsleikhúsinu árið 1991 í Messías mannsonur og hefur allar götur síðan tekið þátt í störfum hinna ýmsu leikfélaga bæði norðan og sunnan heiða. Það má segja að hún hafi ekki verið við eina fjölina felld þegar kemur að störfum fyrir leikfélögin og teki sér ýmilegt fyrir hendur. Hún hefur leikið, sungið, dansað, smíðað, málað,leikstýrt og skrifað. Mest hefur hún þó hannað og búið til búninga. Hún situr í skólanefnd Bandalags Íslenskra áhugaleikfélaga og er annar tveggja skólastjóra “skólans”. Dilla er einn af stofnendum leikhópsins Lottu. Eftirminnilegustu atvikin eru sennilega þegar við fórum með dýrin í Hálsaskógi og sýndum á suðurlandi. Það var mikil keyrsla eins og alltaf er, stutt milli sýninga við höfðum dálítið knappan tíma, korter fyrir sýningu kemur afleysinga leikarinn til hennar alveg miður sín og segist hafa gleymt búningnum sínum í öllum látunum, búningurinn  á Hellu en við á Sólheimum, konan var ekki mjög glöð en bjó til nýjan búning í snar hasti.
Uppáhalds karakterinn en vonda vestan nornin.


Merkilegt hvað spjall í bílferð getur orðið, en í spjalli á leiðinni í æfingabúðir varð Lottan til.

DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR

bottom of page