top of page

LITALAND

Litaland segir frá grunnlitunum, gulum, rauðum og bláum. Að vísu kalla þau sig Gulverja, Rauðingja og Bláverja svo það er betra að hafa þetta rétt. Hver litur byggir sinn eigin heim í Litalandi og til að byrja með eru nú ekki mikil samskipti á milli heimanna enda vill hver litur bara halda sig út af fyrir sig. Hins vegar dregur fljótlega til tíðinda því Bláheimar eru allir að hruni komnir og neyðast Bláungar til að leita á náðir Gulverja í Gulheimum þar sem heimur þeirra virðist vera að þurrkast út og þeir eiga engan samastað. Ekki gengur það áfallalaust fyrir sig og verður spennandi að fylgjast með þeirri framvindu. Í Rauðheimum virðist þó allt vera með felldu og þar undirbúa Rauðingjar komu nýjasta litarins sem er væntanlegur í hópinn fljótlega. Rjóð móðir hans er hins vegar eitthvað treg til að segja frá því hver pabbinn er… Mögulega hefur einhver litablöndun einnig átt sér stað í Rauðheimum…

Leikstjóri - Stefán Benedikt Vilhelmsson

Höfundur - Anna Bergljót Thorarensen
Höfundar laga -Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir
Höfundur söngtexta - Sævar Sigurgeirsson
Búningar - Kristína R. Berman

Tónlistarflutningur - Björn Thorarensen

Leikendur

Andrea Ösp Karlsdóttir - Amma gamla og Bál

Anna Bergljót Thorarensen - Rjóð og Aldin
Baldur Ragnarsson - Geisli og Blær
Rósa Ásgeirsdóttir - Særún og Litli litur

Sigsteinn Sigurbergsson - Glódís, Rósmundur og Hafliði

 

Afleysingar

Stefán Benedikt Vilhelmsson - Særún, Litli litur, Geisli, Blær, Glódís, Rósmundur og Hafliði

Rósa Ásgeirsdóttir - Amma gamla og Bál

Andrea Ösp Karlsdóttir - Rjóð og Aldin

SUMARIÐ
2016

Smelltu hér til að kaupa diskinn!

bottom of page