top of page
Hroi-oz.jpg

Hrói, eða Hróbjartur, er grafískur hönnuður og hefur verið með Lottu á bak við tjöldin í gegnum árin, næstum alveg frá upphafi. Síðan 2008 hefur hann séð um að að galdra saman ævintýralegar forsíðumyndir sem hafa prýtt plaköt, geisladiska og annað efni. Hann bjó einnig Lottu logoborðann og hefur séð um að hanna og setja upp prentefni og geisladiska fyrir sýningarnar. Gaman frá því að segja að hann bjó í nokkur ár í Danmörku en þar varð allt lúkkið til fyrstu 5 árin. Ef vel er að gáð má kanski bera kensl á dönsk engi eða danskan skóg á fyrstu myndunum.

Já og svo kom hann líka að hönnun á Lottuappinu.

Hrói á þrjú börn en þeim hefur ekki fundist leiðinlegt í gegnum tíðina að fá að sjá plakat hvers árs verða til og sjá það á undan öllum öðrum í heiminum.

HRÓBJARTUR SIGURÐSSON

bottom of page