Sigsteinn Sigurbergsson hefur verið í Leikhópnum Lottu alveg frá stofnun hans. Hann hefur leikið í öllum sýningum hópsins og á heiðurinn af mörgum vinsælustu persónunum í Ævintýraskóginum. Þið kannist sjálfsagt öll til dæmis við Hans klaufa, Gilitrutt og Litlu gulu hænuna en Steini var algjörlega óborganlegur í öllum þessum hlutverkum.
Sigsteinn er þekktasta Lottan og vinsælasti leikarinn okkar. Hann lendir oftast í því að heyra úti á götu „bíddu, ert þú ekki í Leikhópnum Lottu?“ og er oft á tíðum sá eini sem er spurður jafnvel þó nokkur okkar séu með honum á gangi. Ástæðan er einföld, Steini er fyndni gaurinn.
Steina er þó fleira til lista lagt, hann er til dæmis yfirmaður leikmyndadeildarinn hjá Lottu og keypti sér nýlega arkitektalegó til að geta kubbað upp leikmyndirnar í þrívídd.