top of page

Stefán þarf stöðuga umönnun annara meðlima hópsins sökum athyglisbrests sem gerir það að verkum að hann á það til að skilja hluti eftir á ólíklegustu stöðum. Hann er einn af fjölmörgum lottum sem glímir við athyglisbrest sér til skemmtunar, en hans tilfelli gefur okkur reglulega áskoranir. Af þessum sökum hefur jafnvel þurft að ná í búninga milli landshluta, tölvuna hans á Olís og hann sjálfan á sýningu. Hann er þegar þetta er skrifað að vinna í að finna Úlfahattinn aftur eftir söngvasyrpur helgarinnar. Hann er bara góður í öðrum hlutum, sem betur fer.

Stefán er austan af Fljótsdalshéraði, ólst upp á Egilsstöðum en lærði margmiðlunarhönnun og leiklist í höfuðborginni. Stebbi hefur verið með Lottu frá því 2011. Hann hljóp inn fyrir Spegil Baldurs í Mjallhvíti og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan þá unnið með hinum ýmsu leikhópum. Stefán hefur talsett aragrúa af teiknimyndum og þáttum og má þar t.d. nefna Hvolpasveit, Dótu lækni, ÚmíSúmí, Morgunland, World of Winx, Bubbi Byggir og fleira.
Hann hefur einnig verið að festa sig í sessi sem leikstjóri og leikstýrði m.a. Litalandi hjá Lottu 2016.

Stefán á tvö börn, Emblu Steinvöru og Iðunni Eldey og aðstoða þær reglulega hópinn við æfingar og leyfa hópnum að prófa atriði fyrir sig.

STEFÁN BENEDIKT VILHEMSSON

bottom of page