top of page
IMG_7689_edited.jpg

Sumarliði fæddist í Keflavík á 20.öldinni, fimmta barn foreldra sinna en engu að síður miðjubarnið í systkinaskaranum. Hann myndi seint kalla sig Keflvíking þar sem hann hefur í gegnum ævina flutt út um allt land og allan heim með nokkurra ára millibili. Hann fór í grunnskóla í Keflavík og á Egilsstöðum og gekk svo í þrjá menntaskóla áður en honum tókst loksins að klára stúdentinn. Hann hefur auk þess búið í Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Texas og á Kýpur og hefur mjög gaman af því að kynnast nýjum menningarheimum og tungumálum.

 

Árið 2011 kláraði Sumarliði leiklistarnám í Rose Bruford leiklistarskólanum í London og strax eftir útskrift gekk hann til liðs við Leikhópinn Lottu sem staðgengill Adda í hlutverki vondu drottningarinnar í ævintýrinu um Mjallhvíti. Hann stökk svo í skarðið fyrir Stebba í Stígvélaðikettinum árið eftir, fyrir Baldur í Gilitrutt 2013 og svo aftur fyrir Stebba í Hróa Hetti árið 2014. Eftir tveggja ára pásu frá Lottu leikur hann svo Ljóta andarungann í samnefndum söngleik byggðum á ævintýri H.C. Andersen.

 

Sumarliði hefur tekið sér ýmis hlutverk innan leikhópsins og má þar nefna leikmunagerð, leikmynd, skipulagningu, jú og svo bjó hann til þessa heimasíðu með Helgu Ragnars hljómborðsleikara!

 

Þessa dagana býr hann með kærastanum sínum í Vesturbænum og kennir leiklist og leikstýrir hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Leynileikhúsinu. Í frístundum finnst honum gaman að eyða allt of miklum tíma í tölvuleikjum, ferðast innan-sem utanlands og fara á tónleika.

SUMARLIÐI V SNÆLAND INGIMARSSON

bottom of page