top of page

Gunnar Ben er Mývetningur. Hann spilar á allskonar hljóðfæri, og spilaði á hljómborð með Lottu árin 2009 og 2010, og líka á Jólaballs-plötunni. Hann hefur líka samið nokkur lög fyrir Lottu, til dæmis Nafnalagið úr Gilitrutt. Uppáhaldsatriðið hans er líka úr Gilitrutt. Það var þegar Baldur og Stebbi túlkuðu vatnið og eldinn með listrænum dansi.

Gunnar er líka kallinn sem segir “Einu sinni fyrir langa löngu...” og “...og þau lifðu hamingjusöm til æviloka.” á mörgum Lottu-plötum.

Gunnar kennir í Listaháskólanum, stjórnar kórum og spilar þungarokk með Skálmöld.

GUNNAR BEN

bottom of page