top of page

Ármann fæddist á Húsavík árið 1968 og bjó þar fram á menntaskólaár, þegar hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri en eftir það flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan.

Ármann er stofnfélagi í Leikhópnum Lottu og tók þátt í tveimur fyrstu sýningum Lottunnar, leikstýrði Dýrunum í Hálsaskógi ásamt því að leika Bangsapabba og manninn á bænum og gerði handrit að Galdrakarlinum í Oz og var líka sögumaður á geisladisknum. Hann samdi jafnframt tónlist og söngtexta fyrir síðarnefnda verkið ásamt fleirum.

Ármann starfar í dag m.a. sem leikstjóri, handritshöfundur, tónlistarmaður og leiðsögumaður. Hann hefur leikstýrt á þriðja tug leikrita hjá áhugaleikfélögum út um allt land og einnig skrifað á þriðja tug leikverka fyrir atvinnu- og áhugaleikhús, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Hann hefur starfað með þó nokkrum hljómsveitum og má þar nefna Ljótu hálfvitana, Shockmonkey, A Band on Stage og Down & Out.

ÁRMANN GUÐMUNDSSON

bottom of page