Ármann fæddist á Húsavík árið 1968 og bjó þar fram á menntaskólaár, þegar hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri en eftir það flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann hefur búið síðan.

Ármann er stofnfélagi í Leikhópnum Lottu og tók þátt í tveimur fyrstu sýningum Lottunnar, leikstýrði Dýrunum í Hálsaskógi ásamt því að leika Bangsapabba og manninn á bænum og gerði handrit að Galdrakarlinum í Oz og var líka sögumaður á geisladisknum. Hann samdi jafnframt tónlist og söngtexta fyrir síðarnefnda verkið ásamt fleirum.

Ármann starfar í dag m.a. sem leikstjóri, handritshöfundur, tónlistarmaður og leiðsögumaður. Hann hefur leikstýrt á þriðja tug leikrita hjá áhugaleikfélögum út um allt land og einnig skrifað á þriðja tug leikverka fyrir atvinnu- og áhugaleikhús, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Hann hefur starfað með þó nokkrum hljómsveitum og má þar nefna Ljótu hálfvitana, Shockmonkey, A Band on Stage og Down & Out.

ÁRMANN GUÐMUNDSSON

ANNA BEGGA
BALDUR
RÓSA
STEINI
ALDÍS
ANDREA
ARNAR
ÁRMANN
BELLA
BERGLIND
BIBBI
BJÖSSI
DILLA
GUÐRÚN
GUNNAR BEN
GUMMI
HELGA
KRISTÍNA
HULD
NANNA
STEBBI
SUMARLIÐI
SÆVAR
VIGGI
ÞÓRÐUR GUNNAR
ÞÓRUNN
Show More