Sævar samdi söngtexta í Hróa hött 2014 og Litaland 2016. Hann drakk í sig sögur og ævintýri sem barn og hóf mjög ungur að semja sín eigin, en einnig yrkja ljóð og söngtexta. Afskipti hans af leikhúsi hófust í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann lék í fjögur ár. Í Háskólanum tók hann þátt í að endurvekja Stúdentaleikhúsið en lék svo og skrifaði leikrit og söngtexta fyrir leikfélagið Hugleik í Reykjavík í mörg ár. Hann hefur einnig skrifað nokkur leikrit fyrir atvinnuleikhús ásamt félögum sínum; Góðverkin kalla fyrir Leikfélag Akureyrar, Vírus fyrir Stoppleikhópinn og Hafnarfjarðarleikhúsið – og Grímuverðlaunaverkin Klaufa og kóngsdætur fyrir Þjóðleikhúsið og Bólu-Hjálmar fyrir Stoppleikhópinn. Þá gerði hann söngtexta í Átta konur og Mýrarljós fyrir Þjóðleikhúsið og Alvöru menn í Austurbæ. Hann var meðal handrits- og söngtextahöfunda að ævintýrum Stígs og Snæfríðar í Stundinni okkar í tvö ár og að fjórum áramótaskaupum sjónvarpsins 2009–2012. Þá samdi Sævar leikritið Ævintýri Múnkhausens fyrir Gaflaraleikhúsið 2012. Sævar vinnur sem textasmiður á auglýsingastofu, en hann er einnig meðlimur í Ljótu hálfvitunum þar sem hann syngur og spilar á slagverk – og hefur samið nokkur lög og ófáa söngtexta fyrir hljómsveitina. Hann á einnig talsvert af söngtextum sem aðrir hafa sungið.

SÆVAR SIGURGEIRSSON

ANNA BEGGA
BALDUR
RÓSA
STEINI
ALDÍS
ANDREA
ARNAR
ÁRMANN
BELLA
BERGLIND
BIBBI
BJÖSSI
DILLA
GUÐRÚN
GUNNAR BEN
GUMMI
HELGA
KRISTÍNA
HULD
NANNA
STEBBI
SUMARLIÐI
SÆVAR
VIGGI
ÞÓRÐUR GUNNAR
ÞÓRUNN
Show More