top of page

Nanna Vilhelmsdóttir var með fyrsta árið í Dýrunum í Hálsaskógi. Hún lék ótal karaktera yfir sumarið m.a. Lilla, Martein, Ömmu mús, Bangsa litla og Bakaradrenginn. Uppáhalds lottuverk er Gilitrutt og Litaland. Byrjaði i barnaskóla og fór þaðan í Menntaskólann á Egilsstöðum. Þegar suður kom lá leið hennar í Stúdentaleikhúsið, Leikfélag Kópavogs og Hugleik og í dag vinnur hún einnig með Leikfélagi Mosfellsbæjar. Nanna hefur sungið í nemendaóperum hjá Þórunni Guðmundsdóttur með Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún hefur leikstýrt stuttverkum hja Hugleik og séð um förðun í ótal sýningum.

NANNA VILHELMSDÓTTIR

bottom of page