top of page

Það er fátt sem Helgu finnst jafn skemmtilegt og tækni og ferðalög! Helga er mikill tölvulúði og finnst gaman að flækjast í tæknigræjum og snúrum, ferðast um í góðra vina hópi og læra nýja hluti.

Helga hefur verið með í Lottu í 3 sumur. Hún tók fyrst þátt í Leikhópnum Lottu í Mjallhvíti en tók sér síðan pásu eftir Gilitrutt til að flytja til London þar sem hún býr enn. Helga er menntuð tónlistarkona frá Listaháskóla Íslands og ICMP í London, en hefur verið á leiksviði alla ævi! Helga hefur líka spilað í mörgum hljómsveitum, eins og til dæmis Rökkurró og Boogie Trouble, túrað mikið innanlands og erlendis og finnst fátt betra en að skemmta sér og öðrum. Helga spilar á mörg hljóðfæri og semur líka mikið af tónlist, en hún samdi einmitt helminginn af lögunum í Ljóta andarunganum!

 

Þessa dagana er Helga að finna sig í útlöndunum, en í London hefur hún spilað með mörgum listamönnum, sungið með listamönnum á borð við Imogen Heap og Basement Jaxx í gegnum kórinn sinn London Contemporary Voices, og er næsta skref að feta sig áfram í breskru leiklistarsenunni.

HELGA RAGNARSDÓTTIR

bottom of page