Það er fátt sem Helgu finnst jafn skemmtilegt og tækni og ferðalög! Helga er mikill tölvulúði og finnst gaman að flækjast í tæknigræjum og snúrum, ferðast um í góðra vina hópi og læra nýja hluti.

Helga hefur verið með í Lottu í 3 sumur. Hún tók fyrst þátt í Leikhópnum Lottu í Mjallhvíti en tók sér síðan pásu eftir Gilitrutt til að flytja til London þar sem hún býr enn. Helga er menntuð tónlistarkona frá Listaháskóla Íslands og ICMP í London, en hefur verið á leiksviði alla ævi! Helga hefur líka spilað í mörgum hljómsveitum, eins og til dæmis Rökkurró og Boogie Trouble, túrað mikið innanlands og erlendis og finnst fátt betra en að skemmta sér og öðrum. Helga spilar á mörg hljóðfæri og semur líka mikið af tónlist, en hún samdi einmitt helminginn af lögunum í Ljóta andarunganum!

 

Þessa dagana er Helga að finna sig í útlöndunum, en í London hefur hún spilað með mörgum listamönnum, sungið með listamönnum á borð við Imogen Heap og Basement Jaxx í gegnum kórinn sinn London Contemporary Voices, og er næsta skref að feta sig áfram í breskru leiklistarsenunni.

HELGA RAGNARSDÓTTIR

ANNA BEGGA
BALDUR
RÓSA
STEINI
ALDÍS
ANDREA
ARNAR
ÁRMANN
BELLA
BERGLIND
BIBBI
BJÖSSI
DILLA
GUÐRÚN
GUNNAR BEN
GUMMI
HELGA
KRISTÍNA
HULD
NANNA
STEBBI
SUMARLIÐI
SÆVAR
VIGGI
ÞÓRÐUR GUNNAR
ÞÓRUNN
Show More