top of page

Gummi er einn af fyrstu Lottunum og tók þátt í fyrstu sýningunni sem að var Dýrin í Hálsaskógi 2007. Þar lék hann Mikka ref, sem að er einnig uppáhalds hlutverkið sem að hann hefur leikið. Árið eftir fór Gummi til Los Angeles í leiklistarnám og snéri svo aftur í Lottu 2009, en þá sem afleysingar leikari og lék í Rauðhettu (sem Úlfur) og í Hans Klaufa (sem Sölvi og Katla).

 

Í dag starfar Gummi við leikstjórn og leikritagerð. Haustið 2016 setti Gummi upp barnaleiksýninguna Leitin að Sumrinu, sem að var sýnd í leikhúsinu í Kópavogi, leikritið skrifaði hann og lék ásamt vinum sínum Magga og Ásþóri.

Ein fyndnasta atvik sem að Gummi man eftir var þegar að að það kom eitt sinn til hans strákur eftir sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi. Hann var mjög laumulegur og hvíslaði að honum,, Ég veit alveg að þú ert ekki alvöru, þú ert vinur hans pabba og heitir Þröstur Leó“ hann var ekkert að leiðrétta það, enda ennþá í Mikka búningnum. Svo var líka skemmtilegt þegar að Mikki refur birtist óvænt uppúr maga úlfsins í lokasýningu á Rauðhettu í Elliðarárdal.

GUÐMUNDUR LÚÐVÍK ÞORVALDSSON

bottom of page