top of page

Aldís Davíðsdóttir var ein af hópnum sem stóð að stofnun Leikhópsins Lottu alveg í upphafi. Hún tók þó ekki þátt í fyrstu sýningunni heldur árið á eftir í Galdrakarlinum í Oz. Þar tókst hún á við hlutverk Emmu frænku Dórotheu og Hliðvörðsins og fleiri smærri hlutverk sem og að vera hundaþjálfari Tótó, eða Bellu eins og hún heitir í alvörunni. Aldís hefur stokkið inní hlutverk Mjallhvítar og græjað leikmynd og leikmuni fyrir Lottu. Helst ber þar að nefna höfuð Galdrakarlsins í Oz og höfuð risans í Litlu gulu hænunni. Henni þykir óskaplega vænt um Lottu enda inniheldur leikhópurinn marga af hennar bestu vinum.

ALDÍS DAVÍÐSDÓTTIR

bottom of page