PERSÓNUVERNDARSTEFNA Leikhópsins Lottu / Lottuappsins
1.Almennt
1.1.
Lottuappið er stafræn áskriftarþjónusta í eigu Leikhópsins Lottu sem veitir þér aðgang að efni í þeirra eigu beint í farsímann þinn, spjaldtölvuna eða önnur tæki sem hafa möguleika á því að sækja app-ið, samkvæmt notendaskilmálunum, persónuverndarstefnu þessari og skilyrðum sem kunna að gilda um notkun þína á áskrift Lottuappsins. Þjónustan er veitt af Leikhópnum Lottu, kennitala 470507-1360.
1.2.
Þessi persónuverndarstefna útskýrir starfsvenjur Lottuappsins í tengslum við söfnun, varðveislu, notkun og miðlun tiltekinna upplýsinga, þar með talið persónuupplýsinga þinna í tengslum við það þegar við veitum þér þjónustuna. Þessi persónuverndarstefna varðar einstaklinga sem hala niður og nota forritið okkar. Persónuverndarstefnunni er ætlað að upplýsa þig um hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar og fullvissa þig um að persónuupplýsingar þínar séu meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
1.3.
Þú ættir aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því að deila persónuupplýsingum þínum með Lottuappinu. Lottuappið hefur gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til þess að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu varðar fyrir óheimilum aðgangi eða miðlun, notkun, breytingum, eyðileggingu og missi. Ef þér líkar ekki við efni þessarar persónuverndarstefnu er þér ávallt heimilt að sleppa því að nota þjónustuna.
2.Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga
2.1.
Leikhópurinn Lotta er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna sem Lottuappið meðhöndlar. Þér er heimilt að hafa samband við Leikhópinn Lottu varðandi t.d. áreiðanleika og persónuvernd. Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við okkur er að finna í kafla 12.
3.Hvenær og frá hverjum safnar Lottuappið persónuupplýsingum?
3.1.
Lottuappið safnar persónuupplýsingum um þig þegar:
-
Þú stofnar til áskriftar í forritinu og/eða notar þjónustuna,
-
Þú heimsækir forritið.
-
Þú skráir þig í áskrift að fréttabréfi Leikhópsins Lottu.
-
Þú hefur samband við Leikhópinn Lottu af öðrum ástæðum,
-
Þú tengir þjónustuna við Facebook-reikninginn þinn eða sambærilega þjónustu þriðja aðila, t.d. til að auðvelda innskráningu í þjónustuna, en í slíkum tilvikum fáum við upplýsingar frá þeim aðilum.
-
Þú svarar könnun frá Leikhópnum Lottu.
-
Það er að öðru leyti nauðsynlegt að hafa umsjón með sambandinu á milli þín og Lottuappsins.
3.2.
Lottuappið safnar einnig upplýsingum í gegnum eigin vafrakökur eða vafrakökur þriðja aðila og svipaða eftirlitstækni (þ.m.t. en ekki takmarkað við spora, merki og pixla) sem getur rakið aðgerðir þínar og ákvarðanir, t.d. þegar þú heimsækir vefsíðu okkar. Tilgangur þessa er m.a. að auðvelda innskráningu og muna stillingar þínar. Frekari upplýsingar um notkun Leikhópsins Lottu á vafrakökum eru settar fram í stefnu Lottu varðandi vafrakökur sem finna má á heimasíðu Leikhópsins Lottu.
4.Hvaða persónuupplýsingum safnar Lottuappið?
4.1.
Þegar þú stofnar áskrift að Lottuappinu safnar Lottuappið persónuupplýsingum um þig, n.t.t. nafn þitt og tölvupóstfang og tengiliðsmynd ef notuð var innskráningarþjónusta þriðja aðila og slóð á mynd fylgdi þeirri innskráningu.Lottuappið kann einnig að safna persónuupplýsingum, sem þú gefur um fjölskyldumeðlimi. Ef þú ákveður að veita slíkar persónuupplýsingar, berð þú ábyrgð á að hafa til þess heimild með þeirra samþykki og þú skalt einnig upplýsa þau um vinnsluaðferðir okkar.
4.2.
Þegar þú notar þjónustuna frá Lottuappinu, heimsækir heimasíðu og smáforrit Leikhópsins Lottu kann Lotta einnig að safna gögnum varðandi notkun (s.s. val á lögum), áhorfsupplýsingar (s.s. það efni sem skoðað hefur verið) og tæknilegar upplýsingar (svo sem upplýsingar um einstök vettvangs auðkenni, síma og vettvangs útgáfur, IP-tölu tækja, útgáfu af Lottuappinu) í þeim tilgangi að geta tryggt gæði og virkni þjónustunnar hverju sinni. Ef þú skráðir þig sem áskrifanda kann Lotta einnig að safna og vinna einhverjar af þeim upplýsingum sem þú lést greiðsluþjónustuveitanda Lottu í té til þess að auðvelda gerð reikninga.
4.3.
Ef þú kýst að tengja þjónustuna við Facebook eða sambærilega þjónustu þriðja aðila sem vinnur persónuupplýsingar sjálfstætt, kann Lottuappið að safna og vinna persónuupplýsingar sem þú hefur gefið Facebook, eða öðrum sambærilegum þriðja aðila, leyfi til þess að deila með Lottuappinu. Lotta hvetur þig til þess að kynna þér starfsvenjur slíkra þriðju aðila að því er varðar persónuvernd.
4.4.
Lottuappið kann jafnframt að safna og vinna ákveðnar persónuupplýsingar sem tengjast þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla til þess að mega nota þjónustuna og vali þínu á greiðsluaðferð, eins og lýst er í gr. 2 í notendaskilmálum Lottuappsins. Þar sem Lottuappið starfar með ótengdum greiðsluþjónustuveitendum með aðskilin kerfi frá Lottuappinu, þá verða heildstæðar greiðsluupplýsingar, svo sem fullt kreditkortanúmer, hins vegar ekki varðveittar í Lottuappinu. Lottuappið hvetur þig til þess að kynna þér starfsvenjur slíkra greiðsluþjónustuveitenda að því er varðar persónuvernd.
5.Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?
5.1.
Lottuappið mun geyma persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsynlegt reynist með tilliti til tilgangs viðkomandi vinnsluaðgerðar.
5.2.
Þetta þýðir að persónuupplýsingar, sem safnað er í tilgangi markaðssetningar, verða geymdar svo lengi sem þú ert áskrifandi og í tólf mánuði eftir að áskriftin þín líður undir lok, nema þú hafir veitt Lottuappinu samþykki til þess að halda áfram vinnslu slíkra upplýsinga.
5.3.
Í þeim tilgangi að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar, vakta og skrá notkun á gjafakortum og prufuáskriftum og annarri viðbótarþjónustu, þá munum við geyma persónuupplýsingar sem þú hefur veitt við skráningu (s.s. nafn þitt og/eða notendanafn, tölvupóstfang og/eða símanúmer og greiðsluupplýsingar) svo lengi sem þú ert áskrifandi, notandi gjafakorts eða notandi prufuáskriftar og í 12 mánuði eftir að áskrift, kaup þín á gjafakorti, eða notkun gjafakorts eða frírrar prufuáskriftar lýkur, eftir því hvað af þessu á sér stað síðast.
5.4.
Við munum geyma upplýsingar um þitt persónulega hlustunar- og lagalistasafn, svo lengi sem þú ert áskrifandi og í tólf (12) mánuði þar eftir til að auðvelda og bæta upplifun þína, komi til þess að þú viljir aftur gerast áskrifandi innan fyrrnefnds tímabils.
5.5.
Þegar þú hefur samband við Leikhópinn Lottu til þess að fá hjálp eða í öðrum tilgangi munum við geyma persónuupplýsingar þínar í tólf (12) mánuði eftir að leyst hefur verið úr síðasta erindi þínu (t.d. vandamál og beiðnir)
5.6.
Þó kann Lotta að geyma persónuupplýsingar lengur en framangreindar tímasetningar mæla fyrir um ef lög krefjast þess eða til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
6.Hvar eru persónuupplýsingarnar geymdar?
6.1.
Persónuupplýsingar þínar eru geymdar á netþjónum Google sem staðsettir eru í Frankfurt, Þýskalandi.
7.Af hverju vinnur Lotta persónuupplýsingarnar þínar?
7.1.
Leikhópurinn Lotta vinnur persónuupplýsingar þínar í ýmsum tilgangi. Fyrst og fremst vinnur Lotta persónuupplýsingar þínar til þess að hafa umsjón með viðskiptasambandinu við þig og til þess að uppfylla lagalegar skyldur sínar. Persónuupplýsingar þínar kunna einnig að vera unnar til að tryggja að tryggja gæði og virkni þjónustunnar sem áskrifendur nota og til að þróa og aðlaga þjónustuna og eiginleika hennar.
7.2.
Lotta vinnur einnig persónuupplýsingar þínar til þess að veita tilboð og þjónustu frá leikhópnum sem gæti hentað þörfum þínum.
8.Hver er lagalegur grundvöllur vinnslunnar?
8.1.
Meirihluti þeirra persónuupplýsinga sem Leikhópurinn Lotta vinnur um þig, eru unnar vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir framkvæmd Lottu á skilmálunum þ.e. til þess að Lottu sé kleift að veita og stjórna þjónustunni og eiginleikum hennar. Það á við um það þegar Lotta vinnur úr t.d. tengiliðaupplýsingum þínum, svo sem tölvupóstfanginu eða símanúmerinu þínu ellegar upplýsingum frá greiðsluþjónustuveitandanum.
8.2.
Sumar þeirra persónuupplýsinga sem Leikhópurinn Lotta vinnur, eru unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna leikhópsins. Það á við þegar Leikhópurinn Lotta vinnur persónuupplýsingar þínar þeim tilgangi að veita aðstoð (t.d. aðstoðarbeiðnir) eða í ákveðnum markaðssetningartilgangi.
8.3.
Þar að auki eru sumar persónuupplýsingar unnar á grundvelli samþykkis þíns. Það á við um vinnslu persónuupplýsinga, sem Lotta fær aðgang að í gegnum Facebook-reikninginn þinn, fyrir beina markaðssetningu á vörum og þjónustu Leikhópsins Lottu, eða ef þú samþykkir að svara könnun frá Lottu. Ef þú veitir persónuupplýsingar um aðra einstaklinga, t.d. fjölskyldumeðlimi, þá ert þú ábyrgur fyrir því að tryggja að þeir veiti samþykki sitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum.
8.4.
Að svo miklu leyti sem samþykki er eini lagalegi grundvöllur vinnslunnar, er þér frjálst að veita slíkt samþykki og þú mátt hvenær sem er, að hluta eða öllu leyti, draga samþykki þitt til baka.
9.Öryggi og áreiðanleiki gagna
9.1.
Öryggi, áreiðanleiki og trúnaður persónuupplýsinga þinna eru okkur afar mikilvæg. Við höfum gert öryggisráðstafanir, sem snúa að tækni, framkvæmd og vélbúnaði, sem eru hannaðar til þess að verja persónuupplýsingar þínar, einkum gegn óheimilum aðgangi eða miðlun, notkun, breytingum, eyðileggingu og missi. Við endurskoðum reglulega öryggisverklag okkar til þess að meta þörfina á því að gera frekari öryggisráðstafanir eða framkvæma tæknilegar uppfærslur á því verklagi sem er til staðar. Vinsamlegast athugaðu að þrátt fyrir að við gerum okkar besta eru fáar öryggisráðstafanir fullkomlega órjúfanlegar og þess vegna biðjum við vinsamlegast þig að upplýsa okkur tafarlaust um grunsamlegt athæfi sem þú verður áskynja á vettvangi þjónustunnar.
10.Til hverra miðlar Lotta persónuupplýsingum þínum?
10.1.
Leikhópurinn Lotta kann að láta persónuupplýsingar fyrirtækjum í té, sem vinna persónuupplýsingar fyrir okkar hönd, svo sem rekstraraðila upplýsingatæknikerfa okkar, fyrirtæki sem annast þjónustu við viðskiptamenn og tengd félög.
10.2.
Persónuupplýsingar kunna einnig að vera látnar í té, ef þörf er á, til þess að hlíta lagaskilyrðum eða skilyrðum stjórnvalda eða stofnana, til þess að vernda lagalega hagsmuni eða til þess að komast á snoðir um, hindra eða hyggja að svikum og öðrum öryggis- eða tæknimálum.
11.Breytingar á persónuverndarstefnunni
11.1.
Breytingar kunna að verða gerðar á þessari persónuverndarstefnu frá einum tíma til annars. Ef Leikhópurinn Lotta gerir verulegar breytingar á persónuverndarstefnunni mun Lotta upplýsa þig um það með tölvupósti. Nýjasta útgáfan af persónuverndarstefnu okkar mun vera birt í Lottuappinu og á vefsvæði Leikhópsins Lottu. Ef einhverjar breytingar gera það að verkum að samþykkis þíns sé þörf mun Lotta óska eftir nýju samþykki frá þér. Við hvetjum þig til þess að fara reglulega yfir persónuverndarstefnu þessa í því skyni að vera upplýst/ur um vinnsluaðgerðir okkar.
12.Réttindi þín
12.1.
Rétturinn til aðgangs: Þú hefur rétt til þess að spyrja hvort við búum yfir persónuupplýsingum um þig og, ef svo er, krefjast upplýsinga um hvaða persónuupplýsingar það eru og hvers vegna og með hvaða hætti við vinnum þær.
Rétturinn til leiðréttingar: Okkur ber skylda til þess að leiðrétta óáreiðanlegar persónuupplýsingar, eða fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, samkvæmt beiðni.
Rétturinn til eyðingar (rétturinn til að gleymast): Í sumum tilvikum er okkur skylt að eyða persónuupplýsingum um þig samkvæmt þinni beiðni.
Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í sumum tilvikum er okkur skylt að takmarka vinnslu persónuupplýsinga um þig samkvæmt þinni beiðni. Í slíkum tilvikum, er okkur aðeins heimilt að nota persónuupplýsingarnar í tilteknum takmörkuðum tilgangi sem kveðið er á um í lögum.
Rétturinn til að flytja eigin gögn: Í vissum tilvikum hefur þú rétt til þess að fá persónuupplýsingar er varða þig, og við höfum aðgang að, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og eiga rétt á að senda þessar upplýsingar til annars aðila.
Andmælaréttur: Í sumum tilvikum getur þú mómælt notkun okkar á persónuupplýsingum þínum. Þá er hægt að krefjast þess að við hættum notkun á persónuupplýsingunum.
12.2.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um það hvernig Lotta vinnur persónuupplýsingar þínar, vilt neyta réttar þíns að einhverju leyti eða vilt fá að vita meira um rétt þinn getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi hætti.
Netfang: leikhopurinnlotta@gmail.com Heimilisfang: Víðigrund 15, 200 Kópavogur, Ísland.
12.3
Þú hefur einnig rétt til þess að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd (www.personuvernd.is) ef þú álítur að persónuupplýsingar þínar hafi verið unnar í andstöðu við gildandi persónuverndarlög.
Síðast yfirfarið 20. desember 2019
Leikhópurinn Lotta