top of page

Velkomin/n í Ævintýraskóginn! 

 

Notendaskilmálar 

„Lottuappið“ er smáforrit í eigu Leikhópsins Lottu, kt. 470507-1360 (hér eftir „leikhópurinn“, „við“ eða „Lotta“). Í smáforritinu býðst notanda að gerast áskrifandi að barnvænni afþreyingu sem streymt er í gegnum internetið í farsíma eða önnur nettengd tæki. Með því að gerast áskrifandi fær notandinn aðgang að tónlist, leikritum, textum og myndum í eigu leikhópsins, í allt að þremur snjalltækjum í einu. 

 

Með því að hlaða niður smáforritinu „Lottuappið“ og skrá sig þar sem áskrifandi og staðfesta að viðkomandi hafi kynnt sér, skilið og samþykkt neðangreinda skilmála og persónuverndarstefnu „Lottuappsins“ hefur viðkomandi undirgengst skilmála Leikhópsins Lottu, kt. 470507-1360, Víðigrund 15, 200 Kópavogi.

 

Notandi skal kynna sér neðangreinda skilmála áður en stofnaður er aðgangur og er samþykkt skilmálanna forsenda þess að notandi megi nota smáforritið. Óski notandi eftir hliðræðu afriti af skilmálum þessum skal notandi koma slíkri beiðni á framfæri við leikhópinn.



 

1. Skilyrði

1.1

Til þess að geta gerst áskrifandi að Lottuappinu að lokinni uppsetningu smáforritsins, að undanskildri þó skráningu í prufuáskrift eða notkun inneignarkóða sbr. gr. 3 og 5 í skilmálum þessum, verður notandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. vera a.m.k. 18 ára / fjárráða.

  2. skrá réttar tengiliðaupplýsingar um sig og skrá greiðsluupplýsingar í á greiðslusíðu greiðsluhirðis Lottu sem er aðgengileg frá vef Lottu.

  3. nota nettengt tæki sem uppfyllir þær tæknilegu kröfur sem Lottuappið setur. 

Áskrifandi má einungis nýta sér þjónustuna til einkanota en ekki hafa af henni atvinnu eða selja hana áfram.

 

2.Þjónustan

2.1

Lottuappið býður upp á stafræna áskriftarþjónustu til handa áskrifendum sínum. Með áskrift að Lottuappinu getur notandi streymt tónlist, leikritum í hljóð- og myndformi sem og karaoke útgáfu af áðurnefndri tónlist á farsíma eða í öðrum nettengdum Android og/eða iOS snjalltækjum. 

Með áskrift að Lottuappinu hefur notandi tök á að skrá allt að þrjú nettengd snjalltæki samtímis. 

Leikhópurinn mun eftir fremstu getu tilkynna á samfélagsmiðlum eða notendum með tölvupósti   eða tilkynningu í gegnum smáforritið um væntanlegar breytingar eða viðbætur í Lottuappinu. 

Leikhópurinn áskilur sér sem eigandi alls efnis innan forritsins rétt til þess að fjarlægja og/eða bæta við efni hvenær sem er án þess að tilkynna notendum sérstaklega þar að lútandi. 

 

3.Prufuáskrift

3.1.

Við fyrstu skráningu í Lottuappinu, og eftir atvikum í öðrum tilvikum, býðst notanda að skrá sig í s.k. „prufuáskrift“ að þjónustunni án endurgjalds. Slík prufuáskriftgildir í fjórtán daga frá skráningu  („prufutímabil“)og er henni ætlað að gera notendum kleift að prófa þjónustuna. Hver notandi getur einungis nýtt sér prufuáskrift einu sinni nema leikhópurinn heimili sérstaklega annað.

3.2.

Notandi sem skráir sig í prufuáskrift skal uppfylla sömu skilyrði og tilgreind eru um áskrifendur í gr. 1. Í skilmálum þessum, að undanskildum gr. 1.1. c).

Leikhópurinn áskilur sér rétt til að hafa samband við notendur sem skrá sig í prufuáskrift á meðan á prufutímabili stendur, nema notandi hafi andmælt sérstalega slíkum samskiptum við skráningu. 

3.3.

Leikhópurinn áskilur sér rétt til að  grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir misnotkun á prufuáskrift og/eða ef um brot á skilmálunum er að ræða, með því að rifta eða binda enda á prufuáskrift. 

 

4.Verð og greiðslur

4.1.

Áskriftir eru greiddar fyrirfram mánaðarlega eða árlega þar til áskriftinni er sagt upp. Að því er varðar tímasetningar mánaðarlegra greiðslna, verður þú krafin/n um greiðslu á þrjátíu daga fresti, frá og með þeim degi sem þú virkjar áskriftina. Að því er varðar tímasetningar árlegra greiðslna, verður þú krafin/n um greiðslu á árs fresti, frá og með þeim degi sem þú virkjar áskriftina. Í sumum tilfellum getur dagsetning greiðslukröfunnar breyst, til dæmis ef ekki reynist mögulegt að staðfesta gildistíma valinnar greiðsluaðferðar t.d. greiðslukortaupplýsingar. Almennar upplýsingar um verð má finna í appinu og á vefsíðu Lottu. 

4.2.

Greiðslur fara fram á öruggu vefsvæði greiðsluhirðis Lottuappsins, með kredit-/debetkorti eða annarri greiðsluaðferð sem leikhópurinn upplýsir um hverju sinni. Lottuappið áskilur sér rétt til þess, á hverjum tíma og upp á sitt eindæmi, að hafna tilteknum tegundum greiðslukorta. Lottuappið getur einnig synjað um eða hafnað greiðslukortum sem ekki eru gefin út á Íslandi.

4.4.

Kostnaður vegna gagnaflutnings eða gjalda sem veitandi net- eða fjarskiptaþjónustu notandans kann að gjaldfæra fyrir er leikhópnum óviðkomandi. 

4.5.

Komi til vanskila eða greiðsludráttar á greiðslum áskilur Lotta sér rétt til þess að loka á aðgang notanda að Lottuappinu tímabundið eða varanlega.

 

5.Inneignarkóði

5.1.

Handhafi inneignarkóða/gjafakorts veitir viðkomandi fullan aðgang að þjónustunni í samræmi við gildistíma viðkomandi gjafakorts. Þegar gildistími áskriftarinnar rennur út mun aðgangi að þjónustunni sjálfkrafa verða lokað nema þú skráir þig sem áskrifandi eða innleysir nýtt gjafakort. 

5.2.

Þegar þú skráir þig sem áskrifanda í Lottuappinu með því að nota gjafakort gengur þú að og samþykkir skilmálana með sama hætti og áskrifandi gerir, að undanskildum ákvæðum um greiðslur sem kveðið er á um í þessum skilmálum.

 

6.Hugverkaréttur

6.1.

Öll auðkenni, vörumerki, viðskiptaheiti, slagorð, og annað það efni, sem stafar frá Leikhópnum Lottu og kemur fram í smáforritinu er eign leikhópsins. Notanda er óheimilt að afrita, fjölfalda, birta, dreifa eða nota nokkurt slíkra merkja án þess að fá til þess skriflegt leyfi fyrirfram frá leikhópnum. Nema við samþykkjum það sérstaklega með skriflegum hætti má ekki nota eða nýta neitt efni, á neinn annan hátt en sem hluta af þjónustunni sem þér er veitt samkvæmt skilmálum þessum. 

 6.2.

Það efni sem þér er aðgengilegt í gegnum þjónustuna getur tekið breytingum.

6.3.

Þú staðfestir, ábyrgist og samþykkir að þú, eða hver annar sem þú veitir aðgang að þjónustunni í gegnum reikninginn þinn, muni ekki afrita, endurgera, tvöfalda, breyta, skapa afleidd verk, birta, gefa út, dreifa, miðla, útvarpa, senda út, selja, leigja, lána, framselja, dreifa eða á annan hátt nýta í nokkrum tilgangi (í atvinnuskyni eða öðru) nokkuð efni og/eða annað í smáforritinu í heild til þriðja aðila (þar með er talin, án takmarkana, birting og dreifing efnisins á vefsíðu þriðja aðila) án þess að skýrt skriflegt fyrirfram gefið leyfi Leikhópsins Lottu liggi fyrir eða að slíkt sé sérstaklega heimilað á grundvelli gildandi ófrávíkjanlegra laga.

 

7.Gildistími áskriftar og uppsögn

7.1.

Um leið og notandi hefur skráð sig sem áskrifanda mun áskriftin þín að Lottuappinu halda áfram frá mánuði til mánaðar þangað til henni er sagt upp af þér eða Lottu. Þar til þú segir upp áskriftinni þinni veitir þú okkur því heimild til þess að krefja þig um áskriftargjald næsta mánaðar í samræmi við skilmálana og samkvæmt þeirri greiðsluaðferð sem þú hefur valið og skráð þegar þú skráðir þig fyrir áskrift af Lottuappinu, eða samkvæmt síðari fyrirmælum þínum til okkar.

7.2.

Til þess að segja upp þjónustunni áður en nýjum mánuði er bætt við áskriftartímabilið þitt verður þú að segja upp þjónustunni eigi síðar en daginn áður en nýr áskriftarmánuður hefst; að öðrum kosti mun áskriftin gilda og vera gjaldfærð hjá þér fyrir mánuð í viðbót áður en henni er lokað.

7.3.

Til þess að segja upp áskrift farðu vinsamlegast á heimasíðuna www.leikhopurinnlotta.is/appid og skráðu þig inn. Smelltu á „Lottuappið“ og svo „Áskriftin mín“. Þar velur þú valkostinn „Segja upp áskriftinni“ og fylgir leiðbeiningunum þar. 

7.4.

Lotta áskilur sér rétt til þess að segja upp eða takmarka notkun þína á þjónustunni þegar í stað ef Lotta hefur ástæðu til þess að ætla að þú (eða einhver sem þú hefur veitt aðgang að þjónustunni) hafir brotið gegn skilmálunum eða gildandi lögum, reglum og reglugerðum. Þetta á einnig við ef þú á annan hátt notar þjónustuna á sviksamlegan hátt eða á þann veg að það geti valdið Lottu eða þriðja aðila tjóni.

 

8.Réttindi og skyldur Leikhópsins Lottu

8.1

Sem hluti af því að veita þjónustuna kann Lotta að hafa samband við þig gegnum síma, með smáskilaboðum, myndskilaboðum, tölvupósti eða beint í gegnum þjónustuna í þeim tilgangi að veita upplýsingar varðandi virkni og um efni innan forritsins. Þar sem við á, kann Lotta einnig að hafa samband við þig, nema þú hafir frábeðið þér slík samskipti, í gegnum síma, með smáskilaboðum, myndskilaboðum, tölvupósti eða beint í gegnum þjónustuna varðandi kynningar eða svipaða starfsemi, vörur og viðburði sem tengjast þjónustunni.

8.2

Öll samskipti á milli Lottu og áskrifandans skulu vera í samræmi við persónuverndarstefnu Lottuappsins.

8.3

Lottuappið er ekki ábyrgt fyrir truflunum á farsímanetum eða á þjónustu netþjónustuaðila.

8.4

Leikhópurinn ábyrgistekki að þjónustan verði ávallt bilana- eða hnökralaus. Ef upp koma bilanir eða truflanir sem hafa áhrif á þjónustuna skal Lottuappið fá tækifæri til þess að lagfæra þær án þess að það teljist vera brot á skilmálunum. Leikhópurinn hefur einnig rétt, innan skynsamlegra marka, til þess að loka þjónustunni, t.d. vegna uppfærslna eða viðhalds.

8.5

Lottuappið hefur rétt, að öllu eða nokkru leyti, til þess að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt skilmálunum til þriðja aðila. Lottuappið hefur einnig rétt til þess að ráða undirverktaka til þess að sinna skyldum sínum samkvæmt skilmálunum. Slíkar breytingar, sem kunna að hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga þinna, skulu eiga sér stað í samræmi við persónuverndarstefnu Lottuappsins.

8.7.

Lottuappið getur upp á sitt eindæmi gert breytingar á skilmálunum. Þegar Lottuappið gerir verulegar breytingar á skilmálunum þannig að það hafi skaðleg áhrif á þig mun þér verða greint frá slíku t.d. með því að birta tilkynningu innan þjónustunnar eða með því að senda þér tölvupóst, smáskilaboð eða tilkynningu í gegnum þjónustuna ekki seinna en þrjátíu (30) dögum áður en breytingarnar taka gildi. Í sumum tilvikum munum við óska eftir skýru samþykki frá þér og í sumum tilvikum munum við tilkynna þér með fyrirvara um slíkar breytingar og mun áframhaldandi notkun þín á þjónustunni þá fela í sér samþykki þitt á breytingunum. Þess vegna er mikilvægt að þú lesir vandlega tilkynningar og skilaboð frá okkur. Ef þú á einhverjum tíma óskar eftir því að hætta notkun þjónustu okkar vegna slíkra uppfærslna eða breytinga á skilmálunum er þér heimilt að segja upp áskriftinni hvenær sem er með því að fylgja fyrirmælunum sem fram koma í 7. grein notendaskilmála þessara. 

 

9.Réttindi og skyldur áskrifanda

9.1.

Áskrifanda er heimilt að streyma efni Lottu til einkanota einvörðungu og ekki í atvinnuskyni. Notendur þjónustunnar mega t.d. ekki spila efni úr Lottuappi fyrir áheyrendur opinberlega. Aðgangsupplýsingar þínar (þ.m.t. en ekki takmarkað við innskráningarupplýsingar) eru einkaupplýsingar og óheimilt er að miðla þeim til annarra.

9.2.

Áskrifandi samþykkir að sniðganga ekki eða reyna að sniðganga þær tæknilegu takmarkanir eða aðrar takmarkanir sem til staðar eru til þess að koma í veg fyrir afritun efnis í þjónustunni og að afrita ekki, hvorki að öllu leyti eða að hluta, tónlist, leiksýningar, texta eða annað efni forritsins, jafnvel ekki til eigin nota, nema og að því marki sem slíkt er heimilt samkvæmt ófrávíkjanlegum lögum.

9.3.

Þú viðurkennir og samþykkir að aðgengi og notkun þín á forritinu skuli vera í samræmi við skilmálana. Þú viðurkennir og samþykkir jafnframt hið sama varðandi alla þá sem þú veitir aðgang að forritinu í gegnum reikninginn þinn. Þér er aðeins heimilt að veita öðrum notenda aðgang í samræmi við skilmálana, sjá grein 2.1. 

9.4.

Þú ert ábyrg/ur fyrir því að tryggja að upplýsingar, sem veittar eru við stofnun reiknings, séu réttar og að hvers kyns persónuupplýsingar, sem veittar eru Lottu, svo sem tölvupóstfang þitt, séu réttar. Þú er ábyrg/ur fyrir því að láta Lottu vita um hvers kyns breytingar á hinum veittu upplýsingum, sér í lagi tölvupóstfangi þínu. 

9.5.

Þú ert ábyrg/ur fyrir því að halda forræði yfir reikningi þínum, fyrir því að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang að þjónustunni og samþykkir að gefa engum öðrum upp aðgangsorðið þitt eða aðrar persónuupplýsingar tengdar við reikning þinn svo lengi sem þú ert áskrifandi að þjónustunni.

9.6.

Áskrifandinn hefur engan rétt til þess að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt skilmálunum nema áskrifandinn hafi fengið skriflega heimild Lottu til þess.

9.7.

Áskrifandinn skal ekki nota þjónustuna á neinn þann hátt sem veldur eða er líklegur til þess að valda því að þjónustan verði fyrir truflunum, tjóni eða skerðist að nokkru leyti. Þú skilur að þú, en ekki Lotta, berð ábyrgð á öllum rafrænum samskiptum og efni sem sent er úr tækinu þínu til Lottu og að þú verður að nota þjónustuna, tækið þitt og vefsvæðið okkar og hvern þann vettvang, sem Lotta lætur í té bæði innan sem utan þjónustunnar, á viðeigandi hátt og í löglegum tilgangi einvörðungu. Þar af leiðandi samþykkir þú að nota forritið ekki í nokkrum sviksamlegum tilgangi eða í tengslum við glæpsamlegt athæfi eða aðra brotastarfsemi, eða að senda, nota eða endurnota nokkurt efni sem tilheyrir þér ekki eða er ólöglegt, særandi (þar með talið en ekki einskorðað við efni sem er kynferðislega opinskátt eða sem ýtir undir kynþáttahyggju, hatur eða líkamsmeiðingar), blekkjandi, villandi, svívirðandi, ósiðlegt, áreitandi, niðrandi, ærumeiðandi, dónalegt, klámfengið, eða brýtur gegn höfundarrétti, vörumerki, trúnaði, friðhelgi eða öðrum upplýsingum sem á er einkaréttur, einkaleyfisrétti, ellegar skaðar þriðju aðila að öðru leyti.

9.8

Ef þjónustan eða einstakir hlutar hennar reynast ófullnægjandi eða gallaðir ert þú hvattur/hvött til þess að hafa samband við Lottu með því að nota viðeigandi form á heimasíðu Lottu, með því að senda tölvupóst úr tölvupóstfanginu sem skráð er á reikninginn þinn eða með því að hafa samband við Lottu gegnum samfélagsmiðla og leggja fram kvörtun þína.

 

10.Fyrirspurnir eða ábendingar

10.1.

Til þess að hafa samband við okkur eða þjónustudeild okkar, vinsamlegast sendu tölvupóst á netfangið leikhopurinnlotta@gmail.is.

 

11.Önnur mál

11.1.

Um skilmála þessa gilda íslensk lög.

Komi upp ágreiningur á milli Leikhópsins Lottu og áskrifandans, skulu aðilar byrja á því að reyna að útkljá ágreininginn með samkomulagi. Að öðrum kosti skal leysa ágreininginn fyrir íslenskum dómstólum.

11.2.

Ef þú ert óánægð/ur með þjónustuna, efnið sem hún veitir aðgang að, eða með skilmálana er eina mögulega lausn þín sú að segja upp áskrift að þjónustunni.

11.3.

Skilmálar þessir gilda frá og með útgáfudegi sem tilgreindur er hér neðst.

 

Síðast yfirfarið 20. desember 2019

 

Leikhópurinn Lotta

bottom of page