

Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátum við ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, við höfum þó ekki setið auðum höndum og bjóðum nú frábæra söngvasyrpu í anda „pínulitlu gulu hænunnar“ sem við sýndum um alllt land í fyrra. Mjallhvít verður stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur fyrir skemmtanir, hátíðir og viðburði. Ekki verður almenn miðasala og sýningin eingöngu seld í heilu lagi á og sýnd á hátíðum og viðburðum á vegum sveitarfélaga og fyritækja. Hægt er að sjá opnar sýningar í sumar undir flipanum sýningaplan á leikhopurinnlotta.is
Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Mjallhvíti sem við sýndum árið 2011. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 30 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, kryddað frábærum húmor og grípandi lögum að hætti Lottu. Við hlökkum til að sýna ykkur litlu Mjallhvíti okkar í sumar. ❤️
instagram: leikhopurinnlotta
Fylgstu með Lottu
Snapchat


eða

Hvar sýnum við í Elliðaárdal?

Leikhópurinn Lotta hefur tekið upp öll ævintýrin sín og gefið út á hljóðdisk.
Diskana er hægt að PANTA HÉR og fá senda beint heim að dyrum.
