PÍNULITLA-MJALLHVÍT-TJARNARBÍÓ_TIX_1600_1500.jpg

Leikhópurinn Lotta í Tjarnarbíói með Pínulitlu Mjallhvíti
– aðeins tveir sýningardagar! -

 

Lotta hefur ferðast um landið í sextán ár með glænýja metnaðarfulla söngleiki fyrir börn á öllum aldri. Vegna Covid faraldursins þurfti hópurinn að draga seglin örlítið saman undanfarin tvö ár en sat þó ekki auðum höndum. 

 

Í sumar fórum við um landið með þrjátíu mínútna sýningu unna upp úr sýningunni „Mjallhvít og dvergarnir sjö“ sem við settum upp fyrir ellefu árum við góðar viðtökur. Sagan hefur verið sett í glænýjan búning, henni breytt örlítið til að standast tímans tönn og bera út fallegan boðskap sem hefur alltaf verið hluti af hugsjón okkar.

 

Nú gefst tækifæri til að sjá þessa bráðskemmtilegu sýningu á fjölum Tjarnarbíós. 

 

Eins og aðdáendur Lottu hafa eflaust tekið eftir voru ekki sýningar í Elliðaárdalnum á miðvikudögum í sumar eins og vanalega en því verður snarlega kippt í liðinn næsta sumar og hlökkum við mikið til að frumsýna glænýjan, íslenskan, klukkutíma langan söngleik fyrir alla aldurshópa að ári! 

 

Pínulitla Mjallhvít var einungis sýnd á einkaviðburðum í sumar og því eru eflaust margir sem fagna því að geta fengið sinn árlega Lottuskammt. 

 

Athugð að sýningarfjöldi verður mjög takmarkaður svo það er um að gera að tryggja sér miða strax!

 

Fjórir þekktir Lottuleikarar prýða sýninguna en það eru þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Þórunn Lárusdóttir. Handrit og leikstjórn er í höndum Önnu Bergljótar Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir hannaði búningana. 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í Tjarnarbíói. 

 
ÞYRNIRÓS_edited_edited.png
2014-hroi-hrói.png

Fylgstu með Lottu

instagram: leikhopurinnlotta

Snapchat

eða

Instagram

Leikhópurinn Lotta Snapchat
Hvar sýnum við í Elliðaárdal?
Leikhópurinn Lotta hefur tekið upp öll ævintýrin sín og gefið út á hljóðdisk.
Diskana er hægt að PANTA HÉR og fá senda beint heim að dyrum.
Potaðu í Hans Klaufa til að panta disk!
Ör
POTAÐU Í HANS KLAUFA
TIL AÐ PANTA DISK!
SMELLTU Á VERK TIL AÐ FRÆÐAST UM SÝNINGUNA
Booklet-Bakkabraedur-Próförk6-1

Booklet-Bakkabraedur-Próförk6-1

Lotta-litla-hafmeyjan-banner_edited

Lotta-litla-hafmeyjan-banner_edited

Gosi (2018)

Gosi (2018)

LJÓTI ANDARUNGINN (2017)

LJÓTI ANDARUNGINN (2017)

LITALAND (2016)

LITALAND (2016)

LITLA GULA HÆNAN (2015)

LITLA GULA HÆNAN (2015)

HRÓI HÖTTUR (2014)

HRÓI HÖTTUR (2014)

JÓLABALL (2013)

JÓLABALL (2013)

GILITRUTT (2013)

GILITRUTT (2013)

STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN (2012)

STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN (2012)

MJALLHVÍT (2011)

MJALLHVÍT (2011)

HANS KLAUFI (2010)

HANS KLAUFI (2010)

RAUÐHETTA (2009)

RAUÐHETTA (2009)

GALDRAKARLINN Í OZ (2008 og 2018)

GALDRAKARLINN Í OZ (2008 og 2018)